Enski boltinn

Joe Cole: Á mín bestu ár eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole, lengst til vinstri, með þeim Milan Jovanovic, Danny Wilson og Roy Hodgson.
Joe Cole, lengst til vinstri, með þeim Milan Jovanovic, Danny Wilson og Roy Hodgson. Nordic Photos / AFP

Joe Cole ætlar að sýna allar sínu bestu hliðar á næstu árum en hann gekk í raðir Liverpool í sumar.

Hann vonar að hann geti hjálpað Liverpool að binda endi á langa bið eftir meistaratitli í Englandi.

„Félag eins og þetta stefnir alltaf á efsta sætið," sagði Cole við enska fjölmiðla í dag. „Það gekk ekki vel á síðustu leiktíð en við fáum nú að byrja upp á nýtt og munum gera okkar besta."

„Ég er 28 ára og á mín bestu ár framundan í fótboltanum. Ég vil vera hjá félagi þar sem ég fæ að spila og hjálpa félaginu að ná góðum árangri. Ég þarf að finna fyrir sjálfstrausti á nýjan leik og vonandi tekst mér að eiga mín bestu ár hjá Liverpool."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×