Óljóst hvort ráðherra sé bundinn af nefndinni 24. mars 2010 11:49 Unnur G. Kristjánsdóttir. Formaður nefndar um erlenda fjárfestingu segir óljóst hvort viðskiptaráðherra sé bundinn af áliti nefndarinnar. Meirihluti nefndarinnar samþykkti á mánudag, eftir margra mánaða yfirlegu, að fallast á lögmæti kaupa kanadíska félagsins Magma Energy á hlutum í HS orku. Minnihluti nefndarinnar vill að dómstólar skeri úr um lögmæti kaupanna. Fjárfest með skúffufyrirtæki Lög um takmarkanir á erlendri fjárfestingu segja að aðeins Íslendingar og aðilar af evrópska efnahagssvæðinu megi eiga hluti í orkufyrirtækjum. Magma fjárfestir hér á landi í gegnum skúffufélag í Svíþjóð. Meirihluti nefndarinnar telur það duga til að uppfylla skilyrði laganna. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ráðherrann óbundinn? Viðskiptaráðherra sagði í fréttum Rúv í gær að hann teldi sig bundinn af áliti meirihluta nefndarinnar. Unnur Kristjánsdóttir, formaður hennar segir í yfirlýsingu að ljóst sé af lögum um erlenda fjárfestingu, að hefði nefndin hafnað fjárfestingunni, þá væri ráðherrann bundinn af ákvörðun nefndarinnar. Ekki komi hinis vegar sérstaklega fram í lögunum að það sama eigi við þegar nefndin samþykki fjárfestinguna. Fordæmi fyrir misnotkun fjórfrelsisins Unnur bendir á í yfirlýsingu sinni að nefnd um erlenda fjárfestingu sé eingöngu úrskurðarnefnd um hvort farið sé að lögum. Hún líti því aðeins til lagalegra atriða en hvorki pólitískra né siðferðislegra álitamála í úrskurði sínum. Minnihluti nefndarinnar segir í áliti sínu gegn fjárfestingunni, að fjárfesting Magma hérlendis sé á gráu svæði og vísar þar til álita lögmanna. Kaup Magma á fjörutíu prósenta hlut í HS orku sé prófmál sem hafi mikið fordæmisgildi; hér sé fjórfrelsi evrópska efnahagssvæðissins misnotað, með þeim afleiðingum að fyrirtækið komist hjá íþyngjandi ákvæðum íslenskra laga. Dómstólar skeri úr um málið Framtíðarhagsmunir Íslands séu í húfi og brýnt að fá úr því skorið með dómi hvort viðskiptin standist íslensk lög. Allan vafa um málið verði að túlka íslenskum almenningi í hag og til verndar auðlindum landsins, í samræmi við markmið laga sem takmarka erlenda fjárfestingu. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Formaður nefndar um erlenda fjárfestingu segir óljóst hvort viðskiptaráðherra sé bundinn af áliti nefndarinnar. Meirihluti nefndarinnar samþykkti á mánudag, eftir margra mánaða yfirlegu, að fallast á lögmæti kaupa kanadíska félagsins Magma Energy á hlutum í HS orku. Minnihluti nefndarinnar vill að dómstólar skeri úr um lögmæti kaupanna. Fjárfest með skúffufyrirtæki Lög um takmarkanir á erlendri fjárfestingu segja að aðeins Íslendingar og aðilar af evrópska efnahagssvæðinu megi eiga hluti í orkufyrirtækjum. Magma fjárfestir hér á landi í gegnum skúffufélag í Svíþjóð. Meirihluti nefndarinnar telur það duga til að uppfylla skilyrði laganna. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ráðherrann óbundinn? Viðskiptaráðherra sagði í fréttum Rúv í gær að hann teldi sig bundinn af áliti meirihluta nefndarinnar. Unnur Kristjánsdóttir, formaður hennar segir í yfirlýsingu að ljóst sé af lögum um erlenda fjárfestingu, að hefði nefndin hafnað fjárfestingunni, þá væri ráðherrann bundinn af ákvörðun nefndarinnar. Ekki komi hinis vegar sérstaklega fram í lögunum að það sama eigi við þegar nefndin samþykki fjárfestinguna. Fordæmi fyrir misnotkun fjórfrelsisins Unnur bendir á í yfirlýsingu sinni að nefnd um erlenda fjárfestingu sé eingöngu úrskurðarnefnd um hvort farið sé að lögum. Hún líti því aðeins til lagalegra atriða en hvorki pólitískra né siðferðislegra álitamála í úrskurði sínum. Minnihluti nefndarinnar segir í áliti sínu gegn fjárfestingunni, að fjárfesting Magma hérlendis sé á gráu svæði og vísar þar til álita lögmanna. Kaup Magma á fjörutíu prósenta hlut í HS orku sé prófmál sem hafi mikið fordæmisgildi; hér sé fjórfrelsi evrópska efnahagssvæðissins misnotað, með þeim afleiðingum að fyrirtækið komist hjá íþyngjandi ákvæðum íslenskra laga. Dómstólar skeri úr um málið Framtíðarhagsmunir Íslands séu í húfi og brýnt að fá úr því skorið með dómi hvort viðskiptin standist íslensk lög. Allan vafa um málið verði að túlka íslenskum almenningi í hag og til verndar auðlindum landsins, í samræmi við markmið laga sem takmarka erlenda fjárfestingu.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira