Þetta var áratugurinn hans Ólafs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 06:00 Ólafur Stefánsson varð í gær fyrstur til að lyfta nýja bikarnum tvisvar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2 Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira