Alþingi getur ekki stöðvað ákæru gegn nímenningunum 14. maí 2010 10:40 Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. Bjarni sagði að tillaga Björns Vals væri ekki þingtæk. Mynd/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot. Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. „Þetta mál er auðvitað ekki þingtækt. Fyrir utan efnisatriði og hversu fráleitt það er að héðan úr þinginu sé að berast þau skilaboð til samfélagsins að menn treysti ekki ákæruvaldinu í landinu," sagði Bjarni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist vera ósammála Bjarna og að Alþingi geti fjallað um málið. Bjarni hefði auk þess ekki greint frá því af hverju hann teldi að málið væri ekki þingtækt. Því var Bjarni ósammála og fór aftur upp í pontu og færði rök fyrir máli sínu. Siv sagðist vera hissa á tillögunni en að hún gæti ekki sagt til um það hvort tillagan væri ótæk. Forsætisnefnd ætti að fjalla um málið. Fram kom í athugasemd Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún hefði ekki úrskurðað hvort tillagan væri þingtæk. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að löggjafarvaldið ætti ekki að hlutast til um aðgerðir dómsvaldsins. Þingsályktunartillagan væri auk þess vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að þrískipting ríkisvaldsins væri grundvöllur stjórnskipunar landsins. „Við verðum, þurfum og eigum að treysta því að dómsvaldið sé fært um að vinna sitt verk," sagði Þórunn og bætti síðan við: „Alþingi Íslendinga getur ekki beðið fulltrúa dómsvaldsins um að gera eitthvað á einn eða annan veg. Dómarar verða að komast að sjálfstæðri niðurstöðu." Tengdar fréttir Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16 „Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn nímenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis og fyrir húsbrot. Tekist var á um málið í upphafi þingfundar í dag. „Þetta mál er auðvitað ekki þingtækt. Fyrir utan efnisatriði og hversu fráleitt það er að héðan úr þinginu sé að berast þau skilaboð til samfélagsins að menn treysti ekki ákæruvaldinu í landinu," sagði Bjarni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist vera ósammála Bjarna og að Alþingi geti fjallað um málið. Bjarni hefði auk þess ekki greint frá því af hverju hann teldi að málið væri ekki þingtækt. Því var Bjarni ósammála og fór aftur upp í pontu og færði rök fyrir máli sínu. Siv sagðist vera hissa á tillögunni en að hún gæti ekki sagt til um það hvort tillagan væri ótæk. Forsætisnefnd ætti að fjalla um málið. Fram kom í athugasemd Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún hefði ekki úrskurðað hvort tillagan væri þingtæk. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að löggjafarvaldið ætti ekki að hlutast til um aðgerðir dómsvaldsins. Þingsályktunartillagan væri auk þess vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að þrískipting ríkisvaldsins væri grundvöllur stjórnskipunar landsins. „Við verðum, þurfum og eigum að treysta því að dómsvaldið sé fært um að vinna sitt verk," sagði Þórunn og bætti síðan við: „Alþingi Íslendinga getur ekki beðið fulltrúa dómsvaldsins um að gera eitthvað á einn eða annan veg. Dómarar verða að komast að sjálfstæðri niðurstöðu."
Tengdar fréttir Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16 „Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Vill að Alþingi stöðvi ákæru gegn mótmælendum Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við 12. maí 2010 20:16
„Kærðu mig líka, Ásta“ „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. 12. maí 2010 10:59