Enski boltinn

Roberto Mancini: Rauða spjaldið breytti leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið endurheimti fimmta sætið af Liverpool með þessum sigri.

„Þetta var mikilvægur sigur og þetta var ekki auðveldur leikur því Wigan-liðið var að spila góðan fótbolta," sagði Roberto Mancini.

„Þetta var sérstaklega erfitt í fyrri hálfleik en við bættum okkar leik í seinni hálfeik og þetta var auðveldara eftir að þeir misstu mann útaf. Rauða spjaldið breytti leiknum" sagði Mancini.

Carlos Tevez skoraði öll þrjú mörk City-liðsins á tólf mínútna kafla undir lok leiksins.

„Carlos er frábær framherji og ég vona að hann haldi áfram að spila svona vel. Við eigum góða möguleika á að ná fjórða sætinu ef við berjumst jafnvel og við gerðum í seinni hálfleik," sagði Mancini en eftir þennan sigur er Manchester City tveimur stigum á eftir Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×