Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Jafntefli hjá Fram og Val

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hjálmar skoraði fyrir Fram.
Hjálmar skoraði fyrir Fram.

Tveir leikir voru í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þar sem Reykjavíkurlið voru í eldlínunni. Fram og Valur gerðu jafntefli 1-1 í baráttuleik.

Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Guðmundur Steinn Hafþórsson kom Val yfir en Hjálmar Þórarinsson jafnaði fyrir Fram.

Í sama riði mættust 1. deildarliðin Víkingur og Fjölnir. Víkingar unnu þann leik 3-0 en Helgi Sigurðsson og Pétur Örn Svansson skoruðu mörk Víkinga og þá var eitt mark sjálfsmark.

Upplýsingar af Fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×