Íslenski boltinn

Kjartan Henry kominn heim í Vesturbæinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kjartan og Rúnar Kristinsson við undirskriftina í dag.
Kjartan og Rúnar Kristinsson við undirskriftina í dag. Mynd/kr.is

Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt KR.

Kjartan lék með meistaraflokki KR síðast árið 2004 en hélt eftir það utan til Skotlands þar sem hann lék með unglingaliði Celtic.

Kjartan náði ekki að brjóta sér leið í aðallið Celtic og fór til Svíþjóðar. Þaðan fór hann til Noregs og loks í lán til Skotlands.

Hann fékk sig síðan lausan undan samningi við Sandefjord í Noregi og kemur því til KR án greiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×