Finnst staða kvenna hafa versnað 23. október 2010 12:00 Þórhildur Þorleifsdóttir vinnur að nýju kvennaframboði. Mynd/ Stefán. Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira