Finnst staða kvenna hafa versnað 23. október 2010 12:00 Þórhildur Þorleifsdóttir vinnur að nýju kvennaframboði. Mynd/ Stefán. Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira