Enski boltinn

Steve Bruce: David James yrði góð skammtímalaus fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David James.
David James. Mynd/AFP
Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur áhuga á að fá til sín enska landsliðsmarkvörðinn David James en hann sér hinn 39 ára gamla markmann geta leyst af markvarðarstöðuna á meðan Craig Gordon er að ná sér af meiðslum.

Craig Gordon missir af þremur fyrstu mánuðum tímabilsins eftir að hann handleggsbrotnaði á æfingu með liðinu en Steve Bruce gæti þurft að keppa við Celtic um David James.

„James er ennþá fyrsti markvörður enska landsliðsins og hann yrði góð skammtímalaus fyrir okkur," sagði Steve Bruce við Daily Mirror.

„Það sem við verðum að ákveða núna er hvort við þurfum að kaupa markmann eða hvort ungu markverðirnir okkar tveir séu tilbúnir fyrir ensku úrvalsdeildina," sagði Bruce.

„Enska úrvalsdeildin er mjög erfið og ég þarf að taka mér smá tíma í að meta það hvort þeir séu tilbúnir," sagði Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×