Fótbolti

Leikmaður í Perú hjálpaði þjófum að ræna klúbbinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesar Ccahuantico  vann Suður-Ameríkubikarinn með Cienciano.
Cesar Ccahuantico vann Suður-Ameríkubikarinn með Cienciano. Mynd/AFP
Knattspyrnumaður í Perú hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að aðstoða þjófa við að ræna klúbbinn sinn fyrir tveimur árum.

Cesar Ccahuantico er þrítugur og spilaði á miðjunni hjá Cienciano frá 2001 til 2008 en liðið spilaði í 1. deildinni í Perú. Hann er hluti af glæsilegasta afreki þess þegar liðið vann Suður-Ameríkubikarinn fyrst liða frá Perú árið 2003.

Þjófnaðurinn umræddi fór fram í mars 2008. Ccahuantico hjálpaði þá fjórum grímuklæddum mönnum við að stela upphæð að virði 10 milljónum íslenskra króna sem áttu að fara í laun leikmanna.

Upp komst um aðild Ccahuantico þegar menn fóru að skoða símtöl hans í kringum ránið því einn af þjófunum hafði hringt átta sinnum í leikmanninn fyrir og eftir ránið.

Cienciano- félagið hefur síðan lent í miklum fjárhagskröggum og skulda leikmönnum sínum laun. Leikmennirnnir hafa skipulagt bílahappadrætti til þess að reyna að safna pening.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×