Íslenski boltinn

Atli Viðar: Megum ekki misstíga okkur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta var ótrúlega skemmtilegur viðsnúningur á leiknum fyrir okkur," sagði markaskorarinn Atli Viðar Björnsson eftir sigur sinna manna í FH gegn Fylki á Kaplakrikavelli í kvöld, 4-2. Atli Viðar var á skotskónum og skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik.

„Ég var ekki að taka tímann hvað liðu margar mínútur á milli markanna en það var mjög stuttur tími. Okkur tókst að drepa leikinn með þessum tveimur mörkum," segir Atli Viðar sem telur að leikurinn hafi verið mikill átakaleikur.

„Það er alltaf mikil átök þegar Fylkir og FH spila. Þetta var mikil barátta og tæklingar út um allan völl. Við vorum sem betur undirbúnir fyrir átök og unnum svo leikinn með því að spila betri fótbolta."

FH hefur ekki efni á að tapa fleiri stigum ætli þeir sér að verja Íslandsmeistaratitilinn. „Við förum í hvern einasta leik sem úrslitaleik og gerum okkur grein fyrir því að við megum hvergi misstíga okkur," sagði Dalvíkingurinn knái sem nú er kominn með tíu mörk í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×