Enski boltinn

Loic Remy á óskalista Liverpool?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Loic Remy er kominn á óskalista Liverpool en hann var talinn nálægt því að ganga í raðir West Ham fyrr í sumar. Remy er ekki fastamaður í franska landsliðinu en hefur þó spilað einn landsleik.

Hann er á mála hjá Nice og hefur slegið í gegn eftir að hann fór frá Lyon árið 2008. Hann er 23 ára gamall og hefur skorað 25 mörk í 66 leikjum fyrir Lens.

Umboðsmaður Remy segir að leikmaðurinn vilji fara til Englands en auk West Ham hefur Tottenham verið orðað við framherjann.

Hann er talinn kosta um 12 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×