Fótbolti

Styttist í endurkomu Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham er á góðum batavegi og búast forráðamenn LA Galaxy við því að Becks snúi aftur á völlinn 11. september næstkomandi.

Beckham hefur ekki spilað síðan hann meiddist illa í leik með AC Milan í mars síðastliðnum.

Vængmaðurinn sparkvissi hefur verið í stífri sjúkraþjálfun og er tilbúinn fyrr en menn bjggust við.

"Ég átti ekki að snúa aftur fyrr en 1. október en ég vildi alltaf vera tilbúinn fyrr en það. Ég vona það besta og vonandi get ég tekið þátt í þessum leik 11. september," sagði Becks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×