Fótbolti

Queiroz rekinn frá Portúgal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landslið Portúgals mun mæta til leiks á Laugardalsvöllinn í byrjun október með nýjan þjálfara en landsliðsþjálfarinn Carlos Queiroz var rekinn í dag.

Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að hann var á dögunum dæmdur í sex mánaða bann fyrir að skipta sér af lyfjaprófi. Slakt gengi Portúgals í fyrstu leikjunum í undankeppni EM hafði einnig sitt að segja.

Portúgal byrjaði á því að gera 4-4 jafntefli við Kýpur og tapaði svo fyrir Noregi. Það verður því óvænt botnslagur í riðlinum er Ísland og Portúgal mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×