Fótbolti

Eggert fékk rautt gegn Rangers

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eggert Gunnþór fékk rautt í dag.
Eggert Gunnþór fékk rautt í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Hearts tapaði 2-0 fyrir Glasgow Rangers í skoska boltanum. Eggert var rekinn í bað þegar sex mínútur voru eftir af leiknum.

Hann gerðist þá brotlegur innan teigs og dæmd var vítaspyrna. Úr henni skoraði Rangers annað mark sitt.

Rangers getur tryggt sér Skotlandsmeistaratitilinn með sigri í næsta leik en liðið er ellefu stigum á undan grönnum sínum í Celtic. Hearts er í sjötta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×