Innlent

Jóhanna gefur skýrslu um stöðuna í Icesave málinu

Mynd/GVA
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gefur við upphaf þingfundar í dag munnlega skýrslu um stöðuna í Icesave málinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina.

Óvíst er um framhald samningaviðræðna við Hollendinga og Breta um lausn Icesave deilunnar. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telja að vinna eigi að lausn málsins þar sem frá var horfið fyrir helgi. Aftur á móti eru forystumenn stjórnarandstöðunnar ósammála því.

Íslenska samninganefndin kom heim frá London á föstudaginn. Þingfundurinn í dag hefst klukkan þrjú.


Tengdar fréttir

Reuters: Þrír möguleikar í Icesavedeilunni

Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni. Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur. Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.

Óvíst um framhald viðræðna

Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×