Enski boltinn

Benítez: Áttum ekkert skilið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafael Benítez, stjóri Liverpool.
Rafael Benítez, stjóri Liverpool.

Wigan hafði ekki unnið sjö deildarleiki í röð þegar kom að leiknum gegn Liverpool. Wigan vann 1-0. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, telur úrslitin hafa verið sanngjörn.

„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Við lékum ekki vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Menn virkuðu áhugalausir og gáfu boltann of oft frá sér," sagði Benítez.

Smelltu hér til að sjá svipmyndir úr leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×