Enski boltinn

Rooney boðinn nýr samningur hjá United

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Manchester United hefur þegar tryggt framtíð Nemaja Vidic hjá félaginu og Wayne Rooney er næstur. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu sem vill ekki vandræðalega stöðu á milli síns og hans á næsta ári. Þá á Rooney aðeins ár eftir af samningnum og United gæti þurft að selja hann á mun lægra verði en ella ef hann ákveður að hann vilji breyta til og fara. "Við ætlum að hitta Wayne og ráðgjafa hans eftir fríið hans og þá ætlum við að skoða nýjan samning fyrir hann," sagði framkvæmdastjóri United, David Gill. "Þar sem hann elskar klúbbinn erum við sannfærðir um að hann skrifi undir nýjan samning," bætti hann við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×