Enski boltinn

Umboðsmaður Christian Poulsen: Semur við Liverpool í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Poulsen bar fyirrliðaband Dana á HM í Suður-Afríku.
Christian Poulsen bar fyirrliðaband Dana á HM í Suður-Afríku. Mynd/AFP
Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Christian Poulsen segir að leikmaðurinn muni semja við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool í næstu viku. Liverpool hugsar Christian Poulsen sem arftaka Argentínumannsins Javier Mascherano.

Juventus er tilbúið að láta hinn 30 ára Christian Poulsen fara frá liðinu en hann er ekki inn í framtíðarplönum þjálfarans Luigi Del Neri. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur hinsvegar mikið dálæti á Poulsen.

„Það tekur ekki meira en viku að ganga frá þessu. Það gæti jafnvel orðið strax í upphafi næstu viku en það er ljóst að Poulsen er maðurinn hans Roy. Hann mun spila sem varnartengiliður hjá Liverpool," sagði Jorn Bonnesen, umboðsmaður Christian Poulsen, eftir heimsókn sína á Anfield.

Christian Poulsen hefur leikið með Juventus frá 2008 en þar áður lék hann með Sevilla og Schalke 04. Hann hefur leikið 77 landsleiki fyrir Dana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×