Enski boltinn

Mancini: Toure á framtíð hjá Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að varnarmaðurinn Kolo Toure hafi enn hlutverki að gegna í liðinu. City er í baráttu um fjórða sætið.

Toure hefur átt erfitt tímabil síðan hann kom frá Arsenal síðasta sumar og missti sæti sitt í liðinu. Hann var keyptur á 14 milljónir punda og hefur aðeins leikið fimm leiki með City á árinu vegna Afríkumótsins og meiðsla á hné.

Eftir að hann varð heill af meiðslum sínum náði hann ekki að endurheimta sæti í liðinu en Mancini hefur notað Vincent Kompany og Joleon Lescott í hjarta varnarinnar.

„Það er nóg eftir af tímabilinu og allir okkar leikmenn þurfa að vera 100%. Hann er enn mjög mikilvægur fyrir okkur. Kolo stóð sig mjög vel í byrjun tímabilsins," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×