Íslenski boltinn

Litli bróðir Gilles Ondo samdi við Grindavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þeir bræður undirbúa sig undir að bóna bíla með öðrum leikmönnum Grindavíkur. Mynd/umfg.is
Þeir bræður undirbúa sig undir að bóna bíla með öðrum leikmönnum Grindavíkur. Mynd/umfg.is

Tvítugur bróðir sóknarmannsins Gilles Mbang Ondo hefur samið við Grindavík.

Beðið er eftir því að hann fái leikheimild en strákurinn lék síðast í Frakklandi.

Loic Ondo heitir leikmaðurinn og er varnarmaður en Gilles hefur hinsvegar skapað usla á hinum enda vallarins og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrir Grindavík síðasta sumar.

Þeir bræður eru frá Gabon en Luka Kostic, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Fótbolta.net að Loic væri búinn að standa sig virkilega vel á æfingum og hann hefði klárlega not fyrir hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×