Enski boltinn

Marlon King laus úr fangelsi - Coventry og QPR hafa áhuga

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
King á leiðinni í fangelsið.
King á leiðinni í fangelsið. AFP
Coventry og Queens Park Rangers vilja bæði semja við Marlon King sem var sleppt úr fangelsi í gær. King var í níu mánuði í fangelsi fyrir að áreita konu kynferðislega og nefbrjóta hana.

Atvikið gerðist í desember 2008 þegar King var í láni hjá Hull frá Wigan.

King er þriggja barna faðir og var að fagna því að konan hans væri með barni og að hann hafi skorað sigurmark í knattspyrnuleik fyrr um daginn þegar atvikið átti sér stað.

„Veistu ekki hver ég er? Ég er milljónamæringur," mun hann hafa sagt við konuna áður en hann sló hana.

Hann mun því líklega spila knattspyrnu á tímabilinu en óvíst er hvort og þá hvernig hann hélt sér í formi í fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×