Íslenski boltinn

Óskar Örn: Erum komnir inn í þetta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óskar Örn Hauksson var í fluggír í kvöld.
Óskar Örn Hauksson var í fluggír í kvöld.

Óskar Örn Hauksson var í miklu stuði hjá KR-ingum í kvöld, hann skoraði tvö og lagði upp hin tvö í 4-1 útisigri á Val.

„Við náðum góðu spili og skoruðum flott mörk eftir að boltinn hafði gengið vel milli manna. Þetta var góður sigur og það eru stigin þrjú sem gilda," sagði Óskar eftir leik.

Úrslitin í þessari umferð gera það að verkum að KR er að stimpla sig í baráttuna um titilinn. „Menn geta túlkað þetta eins og þeir vilja. Við tökum bara einn leik í einu. Við vorum búnir að spila okkur út úr þessu á tímabili en erum komnir inn í þetta aftur og það er bara jákvætt," sagði Óskar.

„Það er stutt milli leikja og það hentar okkur bara vel. Við erum með stóran hóp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×