Útsvarstekjur á Vestfjörðum hækkuðu við fall krónunnar 13. janúar 2010 06:15 Útsvarstekjur í Vesturbyggð fóru úr 245 milljónum í 281 milljón milli ára. fréttablaðið/vilhelm Útsvarstekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum hækkuðu um 15,1 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tekjuaukning sveitarfélaga á landsvísu var 2,6 prósent. Brúttótekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum árið 2008 voru 1.954 milljarðar króna en voru 2.249 milljarðar í fyrra. Níu af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum bættu við sig en Bæjarhreppur var undantekningin á tekjuaukningunni milli ára. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að tekjuaukning sveitarfélaganna skýrist að langmestu leyti með bættri afkomu sjávarútvegsins vegna gengisþróunar krónunnar. Halldór segir að þegar horft er til Vestfjarða í samanburði við landið í heild verði að hafa hugfast að þenslubylgja síðustu ára fór að verulegu leyti fram hjá Vestfjörðum. Samdrátturinn var því ekki mikill við hrunið, þegar á allt er litið. „Við erum búin að vera í gíslingu sterkrar krónu mjög lengi en nú hefur þetta snúist við.“ Þessu til viðbótar koma áhrif hækkunar á útsvarshlutfalli og skatttekjur af útgreiðslu séreignasparnaðar úr lífeyrissjóðum. Halldór segir að þrátt fyrir tekjuaukninguna þurfi sveitarfélögin eftir sem áður að halda verulega aftur af útgjöldum sínum. Mikilvægi sjávarútvegsins í þessari mynd sést greinilega þegar afkoma sveitarfélaga eins og Borgarbyggðar og Fljótsdalshéraðs er skoðuð. Útsvarstekjur beggja sveitarfélaganna dragast saman á tímabilinu. Lifibrauð þeirra hefur ekki síst verið umsvif verktakafyrirtækja sem hafa mörg hver fengið þungan skell. Eins og áður sagði var tekjuaukning Bolungarvíkurkaupstaðar 39 prósent. Tekjurnar voru 248 milljónir króna árið 2008 en voru 345 milljónir í fyrra. Elías Jónatansson bæjarstjóri gerði þessa niðurstöðu að umtalsefni í stefnuræðu sinni með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010 og segir aukninguna skýrast af þrennu. Auknum umsvifum í sjávarútvegi, en afli sem landað var í Bolungarvíkurhöfn var um fimmtán prósent meiri en árið áður. Eins stafi aukningin af umsvifum við jarðgöng og snjóflóðavarnir, auk þess sem lagt var á tíu prósenta álag á útsvar í Bolungarvík. - shá Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Útsvarstekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum hækkuðu um 15,1 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tekjuaukning sveitarfélaga á landsvísu var 2,6 prósent. Brúttótekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum árið 2008 voru 1.954 milljarðar króna en voru 2.249 milljarðar í fyrra. Níu af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum bættu við sig en Bæjarhreppur var undantekningin á tekjuaukningunni milli ára. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að tekjuaukning sveitarfélaganna skýrist að langmestu leyti með bættri afkomu sjávarútvegsins vegna gengisþróunar krónunnar. Halldór segir að þegar horft er til Vestfjarða í samanburði við landið í heild verði að hafa hugfast að þenslubylgja síðustu ára fór að verulegu leyti fram hjá Vestfjörðum. Samdrátturinn var því ekki mikill við hrunið, þegar á allt er litið. „Við erum búin að vera í gíslingu sterkrar krónu mjög lengi en nú hefur þetta snúist við.“ Þessu til viðbótar koma áhrif hækkunar á útsvarshlutfalli og skatttekjur af útgreiðslu séreignasparnaðar úr lífeyrissjóðum. Halldór segir að þrátt fyrir tekjuaukninguna þurfi sveitarfélögin eftir sem áður að halda verulega aftur af útgjöldum sínum. Mikilvægi sjávarútvegsins í þessari mynd sést greinilega þegar afkoma sveitarfélaga eins og Borgarbyggðar og Fljótsdalshéraðs er skoðuð. Útsvarstekjur beggja sveitarfélaganna dragast saman á tímabilinu. Lifibrauð þeirra hefur ekki síst verið umsvif verktakafyrirtækja sem hafa mörg hver fengið þungan skell. Eins og áður sagði var tekjuaukning Bolungarvíkurkaupstaðar 39 prósent. Tekjurnar voru 248 milljónir króna árið 2008 en voru 345 milljónir í fyrra. Elías Jónatansson bæjarstjóri gerði þessa niðurstöðu að umtalsefni í stefnuræðu sinni með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010 og segir aukninguna skýrast af þrennu. Auknum umsvifum í sjávarútvegi, en afli sem landað var í Bolungarvíkurhöfn var um fimmtán prósent meiri en árið áður. Eins stafi aukningin af umsvifum við jarðgöng og snjóflóðavarnir, auk þess sem lagt var á tíu prósenta álag á útsvar í Bolungarvík. - shá
Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira