Fótbolti

Eiður Smári skoraði sitt fyrsta mark fyrir Mónakó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði langþráð mark í dag.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði langþráð mark í dag. Mynd/E.Stefán
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Mónakó í 3-1 sigri á EFC Fréjus-St Raphaël í æfingaleik í dag. Eiður Smári lék seinni hálfleikinn og skoraði markið af stuttu færi á 74. mínútu leiksins. EFC Fréjus-St Raphaël er í fimmtu deildinni í Frakklandi.

Yannick Sagbo og Nene komu Mónakó í 2-0 í fyrri hálfleik en EFC Fréjus-St Raphaël náði að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks. Eiður Smári innsiglaði hinsvegar sigurinn sextán mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Mónakó spila fyrsta alvöruleikinn á nýju ári á móti FC Tours í 32 liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×