Steingrímur boðar frekari skattabreytingar 12. janúar 2010 11:58 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira