Steingrímur boðar frekari skattabreytingar 12. janúar 2010 11:58 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana. Skattabreytingar þær sem tóku gildi um áramótin voru til umræðu á hinum árlega skattadegi Deolitte sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að til stendur að fara í grundvallar endurskoðun á skattkerfinu á þessu ári. Sérstök skattanefnd mun hafa það hlutverk að fara yfir skattkerfið en í nefndinni munu sitja fulltrúar atvinnulífsins og hins opinbera. Markmið þessarar endurskoðunar verður meðal annars að auka jafnræði í skattkerfinu, draga úr áhrifum skattbreytinga og móta stefnu hvað varðar umhverfis- og auðlindarskatta. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til frekari skattahækkana. Fjárlagahallanum þurfi að mæta með niðurskurði. „Vegna þess að við stöðugleikasáttmálann sáum við fyrir hvað aðlögunarþörf ríkissjóðs væri mikil og það var ákveðið samkomulag um það hversu stór hluti af þessari aðlögunarþörf ætti að koma með skattahækkunum og hversu stór hluti ætti að koma með lækkun útgjalda. Nú er búið að hækka skattana eins mikið og átti að gera á þremur árum og meira en það ef út í það er farið, en útgjöldin hafa ekki verið lækkuð eins og um var talað og þá er komið að þeim," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök. „Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira