Íslenski boltinn

Andri Steinn í Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andri í búningi Grindavíkur.
Andri í búningi Grindavíkur.
Andri Steinn Birgisson hefur náð samkomulagi við Keflavík og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Andri samdi nýlega við Raufoss í Noregi en er núna kominn heim.

Hann sagði í viðtali við fotbolti.net að stór ástæða fyrir því að hann valdi Keflavík sé þjálfari liðsins, Willum Þór Þórsson.

Andri Steinn er 25 ára og hefur víða komið við hér á landi. Hann hefur leikið með Grindavík, Fram, Víkingi, Fylki, Aftureldingu og Fjölni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×