Íslenski boltinn

FH-ingar staðfesta það að Sverrir verði ekkert með í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Garðarsson er í miðjunni með þeim Tommy Nielsen og Frey Bjarnasyni.
Sverrir Garðarsson er í miðjunni með þeim Tommy Nielsen og Frey Bjarnasyni. Mynd/E. Stefán

Stuðningsmannasíða FH-inga, www.fhingar.net, staðfesti nú áðan að miðvörðurinn Sverrir Garðarsson verði ekkert með Íslandsmeisturum FH í sumar.

Það kom fram í frétt Stöðvar 2 í gær að ferillinn væri búinn hjá Sverri en Lúðvík Arnarson, varaformaður Knattspyrnudeildar FH, er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að Sverrir spili aftur fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Sverrir er að glíma við eftirmála höfuðáverka sem hann fékk í leik í fyrrasumar en hann var í myndatökum og rannsóknum á dögunum og niðurstaðan var ekki jákvæð.

„Ég get staðfest það að Sverrir mun ekki leika með FH liðinu í sumar og

eins og staðan er núna er útlitið því miður ekki bjart með framhaldið.

Held samt að það sé ótímabært að fullyrða um hvað gerist eftir þetta ár og

auðvitað vonum við að hann geti leikið aftur fyrir FH enda frábær

leikmaður," sagði Lúðvík Arnarson í viðtali á vefsíðunni fhingar.net.

FH-ingar munu sakna þessa frábæra leikmanns sem er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum FH eins og fram kemur í fréttinni um kappann á Stuðningsmannasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×