Íslenski boltinn

Guðni Rúnar ráðinn aðstoðarþjálfari Völsungs

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Guðni Rúnar Helgason.
Guðni Rúnar Helgason.

Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Völsungi á Húsavík.

Guðni Rúnar mun aðstoða Jóhann Kristin Gunnarsson og kemur í stað Jóhanns Pálssonar sem aðstoðaði Jóhann Kristinn síðasta sumar.

Guðni þekkir vel til á Húsavík því hann er uppalinn hjá Völsungi og spilaði síðast með meistaraflokki árið 1998.

Eftir að Guðni yfirgaf Völsung á sínum tíma hefur hann spilað með mörgum liðum bæði hér á landi sem og erlendis.

Guðni Rúnar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa spilað með Stjörnunni í úrvaldsleild síðustu tvö keppnistímabil og mun nú snúa sér að þjálfun á heimaslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×