Fast skotið á RÚV í nýrri myndaröð Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. febrúar 2010 14:10 Grímur Hákonarson er leikstjóri myndskeiðanna. Mynd/ GVA. Fremstu kvikmyndagerðamenn þjóðarinnar skjóta föstum skotum á Ríkisútvarpið í nýrri myndaröð sem þeir hafa ákveðið að birta á myndasíðunni YouTube. Leikstjóri myndskeiðanna er Grímur Hákonarson og hann skrifaði jafnframt handritið ásamt Hrafnkatli Stefánssyni. Jóhannes Haukur Jóhannesson, Friðrik Þór Friðriksson, Sveppi, Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir eru á meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk Þetta hófst allt með því að það var stór samstöðufundur kvikmyndagerðamanna á Hótel Borg eftir að Páll Magnússon tilkynnti um niðurskurð á kaupum á innlendum efni." segir Grímur í samtali við Vísi. Hann segir að þar hafi verið ákveðið að nota kvikmyndamiðilinn sjálfan í að mótmæla. „Mér datt í hug að gera áróðursmyndbönd gegn RÚV og Ragnar Bragason gerði þarna Næturvaktarsketch," segir Grímur. Grímur segir að kjarninn með aðalpersónunni sé sá að það sé ekki menningarlegur áhugi hjá stjórnendum RÚV. Í stjórnunarstöður hjá RÚV sé bara ráðið pólitískt fólk eða fólk sem hafi einungis sinnt fréttum. „Það eru ekki menn þarna sem eru búnir að lesa heimsbókmenntirnar. Eins og Páll Magnússon. Hann er bara einhver fréttamaður, hann er búinn að vera að lesa fréttir af skjá alla sína ævi," segir Grímur. Það sé atriði sem hann sé að reyna að fanga í myndskeiðunum. Grímur tekur þó skýrt fram að aðalpersónan sé ekki byggð á neinum einum dagskrárstjóra heldur mörgum. Grímur segir það fyrst og fremst vera ætlun sína að gagnrýna það að peningarnir sem skattgreiðendur greiði til RÚV fari í eitthvað annað en þeir eiga að fara í. „Þetta með þakið, einu sinni var gefin sú skýring að það væri ekki hægt að kaupa dagskrárefni af því að það þyrfti að gera við þakið á húsinu," segir Grímur. Grímur segir að þetta efni hafi fyrst og fremst verið í dreifingu á netinu og það hafi fengið ágætar viðtökur. Hann veit þó ekki hvort stjórnendur RÚV hafi kynnt sér það. Smelltu hér að neðan til að sjá myndskeiðin. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fremstu kvikmyndagerðamenn þjóðarinnar skjóta föstum skotum á Ríkisútvarpið í nýrri myndaröð sem þeir hafa ákveðið að birta á myndasíðunni YouTube. Leikstjóri myndskeiðanna er Grímur Hákonarson og hann skrifaði jafnframt handritið ásamt Hrafnkatli Stefánssyni. Jóhannes Haukur Jóhannesson, Friðrik Þór Friðriksson, Sveppi, Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir eru á meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk Þetta hófst allt með því að það var stór samstöðufundur kvikmyndagerðamanna á Hótel Borg eftir að Páll Magnússon tilkynnti um niðurskurð á kaupum á innlendum efni." segir Grímur í samtali við Vísi. Hann segir að þar hafi verið ákveðið að nota kvikmyndamiðilinn sjálfan í að mótmæla. „Mér datt í hug að gera áróðursmyndbönd gegn RÚV og Ragnar Bragason gerði þarna Næturvaktarsketch," segir Grímur. Grímur segir að kjarninn með aðalpersónunni sé sá að það sé ekki menningarlegur áhugi hjá stjórnendum RÚV. Í stjórnunarstöður hjá RÚV sé bara ráðið pólitískt fólk eða fólk sem hafi einungis sinnt fréttum. „Það eru ekki menn þarna sem eru búnir að lesa heimsbókmenntirnar. Eins og Páll Magnússon. Hann er bara einhver fréttamaður, hann er búinn að vera að lesa fréttir af skjá alla sína ævi," segir Grímur. Það sé atriði sem hann sé að reyna að fanga í myndskeiðunum. Grímur tekur þó skýrt fram að aðalpersónan sé ekki byggð á neinum einum dagskrárstjóra heldur mörgum. Grímur segir það fyrst og fremst vera ætlun sína að gagnrýna það að peningarnir sem skattgreiðendur greiði til RÚV fari í eitthvað annað en þeir eiga að fara í. „Þetta með þakið, einu sinni var gefin sú skýring að það væri ekki hægt að kaupa dagskrárefni af því að það þyrfti að gera við þakið á húsinu," segir Grímur. Grímur segir að þetta efni hafi fyrst og fremst verið í dreifingu á netinu og það hafi fengið ágætar viðtökur. Hann veit þó ekki hvort stjórnendur RÚV hafi kynnt sér það. Smelltu hér að neðan til að sjá myndskeiðin.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira