Enski boltinn

Ferna frá Rooney og United á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum.
Rooney skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum.

Wayne Rooney fór hamförum á Old Trafford í dag og skoraði fjögur mörk er Man. Utd valtaði yfir gestina frá Hull, 4-0.

Man. Utd komst með sigrinum á topp ensku úrvalsdeildarinnar en hefur leikið fleiri leiki en næstu lið á eftir.

Fyrsta mark Rooneys kom á 8. mínútu og það var nokkuð löng bið eftir næsta marki sem kom ekki fyrr en á 83. mínútu.

Þegar það kom opnuðust allar flóðgáttir og Rooney bætti tveimur mörkum við á lokamínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×