Íslenski boltinn

KSÍ í viðræðum við VISA

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stuðningsmenn Keflavíkur hressir á bikarleik.
Stuðningsmenn Keflavíkur hressir á bikarleik.

VISA hefur verið styrktaraðili bikarkeppni KSÍ undanfarin ár en samningurinn er nú útrunninn. Viðræður standa nú yfir um nýjan samning og því líklegt að keppnin muni enn bera nafn VISA.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði að í samtali við Vísi að ekki væru viðræður við nein önnur fyrirtæki í deiglunni.

Eins og fram kom fyrr í dag hefur úrslitaleikur keppninnar verið færður fram og mun hann verða leikinn 14. ágúst þetta árið. Í kjölfarið þurfti að endurskipuleggja leikjaáætlun Íslandsmótsins. Þórir segir að sú vinna hafi gengið vel og ánægja sé með niðurstöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×