Innlent

Róleg helgi hjá löggunni

Óvenju lítið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn varðstjóra voru mun færri útköll en um venjulega helgi, og hvergi kom til stór vandræða.

Umferðin gekk líka með betra móti og var minna um árekstra en oft áður. Lögregla kann ekki skýringar á þessu, en vonar að þetta sé það sem koma skal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×