Innlent

Könnun: 56 prósent styðja forsetann

Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur gert könnun þar sem spurt er út í afstöðu manna til ákvörðunar forseta Íslands um Icesave. Könnunin var framkvæmd dagana 5.-6. janúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 877 einstaklingar að því er fram kemur í tilkynningu frá MMR.

Þar kemur meðal annars fram að 56 prósent aðpurðra segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 42 prósent myndu hins vegar staðfesta lögin í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar MMR gerði svipaða könnun fyrir Viðskiptablaðið um miðjan desember vildu 69,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls vildu 30,8 prósent að hann staðfesti lögin. Þá voru svarendur í könnuninni 924.

Áberandi andstaða er við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, en 76,3 prósent þeirra kváðust ekki styðja ákvörðun forsetans. Á hinn bóginn voru 80,6 prósent þeirra sem sögðust ríkisstjórninni andvígir sem kváðust styðja ákvörðun forsetans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×