Enski boltinn

Liverpool ræður fyrrum gítarleikara Simply Red sem nuddara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/Getty Images
Sylvan Richardsson var eini sinni gítarleikari hljómsveitarinnar Simply Red en nú hefur hann ráðið sig sem nuddara hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Richardsson mun því sjá um að gera þá Gerrard, Torres og Cole leikfæra fyrir leiki í vetur.

Sylvan Richardsson spilaði á gítar á "Picture Book" og "Men and Women" plötum Simply Red sem komu út árið 1985 og 1987. Frægustu lögin eru "Money's Too Tight (to Mention)" og "Holding Back The Years".

„Þeir hafa verið duglegir að stríða mér og þá sérstaklega Sammy Lee," sagði Sylvan Richardsson í léttum tón þegar hann gaf sér tíma á æfingaferðalagi Liverpool í Sviss.

„Ég er atvinnutónlistamaður en ég hef alltaf haft mikla áhuga á læknisfræði. Þegar ég hætti í bandinu 1987 þá ákvað ég að fara þessa leið," sagði Richardsson.

„Það er mikill heiður að fá að vinna fyrir Liverpool og ég var mjög spenntur þegar ég fékk boðið. Mitt starf er að undirbúa leikmenn og hjálpa þeim í endurheimtinni eftir leiki og æfingar. Ég er vanur að vinna með topp íþróttamönnum og ég hlakka mikið til að vinna hjá Liverpool," sagði Richardsson.

Mick Hucknall, söngvari Simply Red, er örugglega ekkert alltof kátur með Sylvan Richardson þar sem að

Hucknall er harður stuðningsmaður erkióvinanna í Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×