Umfjöllun: Almarr kláraði Selfyssinga Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2010 12:03 Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó