Umfjöllun: Almarr kláraði Selfyssinga Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2010 12:03 Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira