Sölvi: Ungu strákarnir vita ekki neitt Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. september 2010 08:15 Heiðar Helguson fagnar marki. Fréttablaðið/Anton Það virtist vera létt yfir íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Noregi. Þeir grínuðust mikið á æfingum og á milli þeirra og ekkert hefur breyst eftir tapið á Laugardalsvelli hvað andann varðar. „Tapið gegn Noregi var gríðarlega svekkjandi. Það þýðir þó ekkert að dvelja við þetta, við erum búnir að koma okkur yfir tapið. Núna er undirbúningur fyrir leikinn gegn Dönum hafinn og við erum einbeittir á hann," segir Sölvi Geir Ottesen sem bar fyrirliðabandið í Noregsleiknum. Hann var að horfa á enn eina rómantísku gamanmyndina með Ragnari Sigurðssyni þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Ragnar er sérstakur maður. Á góðan hátt," sagði Sölvi um vin sinn og herbergisfélaga þegar grenjandi öskur heyrðust í Ragnari. Sölvi sagði að allt gengi sinn vangang hjá liðinu, aðstæður væru góðar og allir væru heilir. „Þetta er svipuð rútína, við æfum fundum og étum vel. Það er mikilvægt að hafa orku fyrir þetta allt. Svo hvílum við okkur inn á milli." Hann segir að létt sé yfir mönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að andinn í hópnum sé góður. Við fórum yfir það á fundum þegar við hittumst að við þyrftum að þjappa okkur saman og gera þetta sem ein liðsheild. Það gefur okkur betri möguleika á að ná árangri," segir hann. Íslenska landsliðið hefur verið sakað um áhuga- og stemningsleysi en Sölvi þvertekur fyrir það. „Í þann tíma sem ég hef verið með landsliðinu hef ég aldrei tekið eftir því að andinn sé ekki góður. Hann var góður áður en er frábær núna," segir hann. Liðið æfði tvisvar í gær á Tårnby Stadion sem er skammt frá hóteli þess. Það æfir á Parken í dag þar sem leikurinn fer fram auk þess sem það hefur fundað um leik sinn og danska liðsins inn á milli. Í kvöld fer svo fram spurningakeppni sem Gunnleifur Gunnleifsson markmaður stýrir. „Það er komin ný leikmannanefnd sem ætlar að sanna sig. Gulli má ekki vera með í spurningakeppninni þar sem hann veit allt, hann er góður sem spyrill. Það eru yfirleitt þessir eldri sem vinna. Ég býst ekki við því að ungu strákarnir viti neitt voðalega mikið," segir Sölvi kíminn. Sölvi spilar með FC Köbenhavn og þekkir því nokkuð til danska liðsins, sem og Parken þar sem liðið spilar heimaleiki sína. „Ég hlakka til að spila á Parken með landsliðinu, ég hef ekki gert það áður en ég ætti að þekkja grasið ágætlega. Ég fæ þó ekki að vera á mínum stað í mínum klefa þar sem við verðum í gestaklefanum. En hann er fínn líka," segir fyrirliðinn. „Danska liðið er mjög sterkt, það er betur mannað en norska liðið. Þeir hafa sýnt okkur það í gegnum árin hvað þeir eru góðir. Ég þekki nokkra leikmenn en margir eru auðvitað að spila erlendis. En við sýndum það á móti Noregi að við erum með sterkan hóp líka. Við þurfum bara að laða fram það besta í okkur," segir Sölvi. Hann segir yngri strákana sem hafa komið inn í landsliðið hafa fallið vel að. „Það er mjög gaman að fá þá inn í hópinn. Það verður spennandi að sjá hvort þeir haldi dampi," sagði Sölvi eins og sönnum fyrirliða sæmir og hélt guttunum á jörðinni. Hann segir að liðið vilji halda markmiðum sínum innan liðsins, en að eitt stig væri góður árangur á Parken. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Auðvitað viljum við koma heim með stig af Parken, við erum ekkert sáttir með tap. Þrjú stig væri alveg magnað en eitt stig væri fínt," segir fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen. Simon Kjær, miðvörður Dana og leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi segir að Sölvi sé frábær leikmaður sem Danir þurfi að varast. „Þetta verður mjög spennandi leikur. Þeir eru með nýtt landslið og marga unga og efnilega leikmenn. Þeir eru líka með Sölva Ottesen sem við þekkjum úr dönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark fyrir liðið í síðasta leik, mikilvægt mark í Meistaradeildinni, og hann er virkilega virkilega góður leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum," sagði Kjær. Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Það virtist vera létt yfir íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Noregi. Þeir grínuðust mikið á æfingum og á milli þeirra og ekkert hefur breyst eftir tapið á Laugardalsvelli hvað andann varðar. „Tapið gegn Noregi var gríðarlega svekkjandi. Það þýðir þó ekkert að dvelja við þetta, við erum búnir að koma okkur yfir tapið. Núna er undirbúningur fyrir leikinn gegn Dönum hafinn og við erum einbeittir á hann," segir Sölvi Geir Ottesen sem bar fyrirliðabandið í Noregsleiknum. Hann var að horfa á enn eina rómantísku gamanmyndina með Ragnari Sigurðssyni þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Ragnar er sérstakur maður. Á góðan hátt," sagði Sölvi um vin sinn og herbergisfélaga þegar grenjandi öskur heyrðust í Ragnari. Sölvi sagði að allt gengi sinn vangang hjá liðinu, aðstæður væru góðar og allir væru heilir. „Þetta er svipuð rútína, við æfum fundum og étum vel. Það er mikilvægt að hafa orku fyrir þetta allt. Svo hvílum við okkur inn á milli." Hann segir að létt sé yfir mönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að andinn í hópnum sé góður. Við fórum yfir það á fundum þegar við hittumst að við þyrftum að þjappa okkur saman og gera þetta sem ein liðsheild. Það gefur okkur betri möguleika á að ná árangri," segir hann. Íslenska landsliðið hefur verið sakað um áhuga- og stemningsleysi en Sölvi þvertekur fyrir það. „Í þann tíma sem ég hef verið með landsliðinu hef ég aldrei tekið eftir því að andinn sé ekki góður. Hann var góður áður en er frábær núna," segir hann. Liðið æfði tvisvar í gær á Tårnby Stadion sem er skammt frá hóteli þess. Það æfir á Parken í dag þar sem leikurinn fer fram auk þess sem það hefur fundað um leik sinn og danska liðsins inn á milli. Í kvöld fer svo fram spurningakeppni sem Gunnleifur Gunnleifsson markmaður stýrir. „Það er komin ný leikmannanefnd sem ætlar að sanna sig. Gulli má ekki vera með í spurningakeppninni þar sem hann veit allt, hann er góður sem spyrill. Það eru yfirleitt þessir eldri sem vinna. Ég býst ekki við því að ungu strákarnir viti neitt voðalega mikið," segir Sölvi kíminn. Sölvi spilar með FC Köbenhavn og þekkir því nokkuð til danska liðsins, sem og Parken þar sem liðið spilar heimaleiki sína. „Ég hlakka til að spila á Parken með landsliðinu, ég hef ekki gert það áður en ég ætti að þekkja grasið ágætlega. Ég fæ þó ekki að vera á mínum stað í mínum klefa þar sem við verðum í gestaklefanum. En hann er fínn líka," segir fyrirliðinn. „Danska liðið er mjög sterkt, það er betur mannað en norska liðið. Þeir hafa sýnt okkur það í gegnum árin hvað þeir eru góðir. Ég þekki nokkra leikmenn en margir eru auðvitað að spila erlendis. En við sýndum það á móti Noregi að við erum með sterkan hóp líka. Við þurfum bara að laða fram það besta í okkur," segir Sölvi. Hann segir yngri strákana sem hafa komið inn í landsliðið hafa fallið vel að. „Það er mjög gaman að fá þá inn í hópinn. Það verður spennandi að sjá hvort þeir haldi dampi," sagði Sölvi eins og sönnum fyrirliða sæmir og hélt guttunum á jörðinni. Hann segir að liðið vilji halda markmiðum sínum innan liðsins, en að eitt stig væri góður árangur á Parken. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Auðvitað viljum við koma heim með stig af Parken, við erum ekkert sáttir með tap. Þrjú stig væri alveg magnað en eitt stig væri fínt," segir fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen. Simon Kjær, miðvörður Dana og leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi segir að Sölvi sé frábær leikmaður sem Danir þurfi að varast. „Þetta verður mjög spennandi leikur. Þeir eru með nýtt landslið og marga unga og efnilega leikmenn. Þeir eru líka með Sölva Ottesen sem við þekkjum úr dönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark fyrir liðið í síðasta leik, mikilvægt mark í Meistaradeildinni, og hann er virkilega virkilega góður leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum," sagði Kjær.
Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira