Ólafur: Danir eru frábærir í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar 6. september 2010 19:59 Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði á Parken, þjóðarleikvangi Dana, nú í kvöld. Allir í leikmannahópnum eru heilir, nema Árni Gautur Arason markvörður. „Við munum á þessari æfingu athuga með Árna Gaut. Hann hefur enn ekki látið reyna á það hvort hann geti sparkað boltanum langt en hann hefur átt í vandræuðm með það,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir æfinguna. Gunnleifur Gunnleifsson stóð í marki Íslands gegn Noregi á föstudagskvöldið og Ingvar Þór Kale var á bekknum. Báðir eru þeir með í Danmörku. Eins og áður mun Ólafur ekki tilkynna byrjunarliðið fyrr en á leikdag. „Þar til að liðið verður tilkynnt eiga allir möguleika,“ sagði Ólafur. Hann sagðist þó vera 99 prósent viss um hver myndi byrja í stöðu hægri bakvarðar en Grétar Rafn Steinsson er nú meiddur. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom inn á fyrir hann í leiknum gegn Noregi. Annars sagði Ólafur að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði gengið vel og að stemningin í liðinu hefði verið góð, þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Norðmönnum. „Við hristum Noregsleikinn af okkur strax á föstudagskvöldið. Við tókum eina æfingu á Íslandi á laugardagsmorgun og höfum svo æft tvisvar hér í Danmörku auk æfingarinnar hér í kvöld.“ „Stemningin í landsliðinu hefur alltaf verið góð. En með ungum strákum koma nýjir brandarar og ferskir andar með þeim,“ bætti Ólafur við. Hann segir að þrátt fyrir að landslið Dana hafi tekið nokkrum breytingum að undanförnu séu þeir afar sterkir og erfiðir heim að sækja. „Þrír leikmenn hættu nýlega með landsliðinu og [Nicklas] Bendtner er meiddur. En Danirnir eru fimm milljónir og við þrjú hundruð þúsund. Okkur vantar þar að auki einhverja leikmenn og ég held að þetta komi ekki til með að hafa áhrif á þá. Danir eru frábærir í fótbolta.“ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði á Parken, þjóðarleikvangi Dana, nú í kvöld. Allir í leikmannahópnum eru heilir, nema Árni Gautur Arason markvörður. „Við munum á þessari æfingu athuga með Árna Gaut. Hann hefur enn ekki látið reyna á það hvort hann geti sparkað boltanum langt en hann hefur átt í vandræuðm með það,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir æfinguna. Gunnleifur Gunnleifsson stóð í marki Íslands gegn Noregi á föstudagskvöldið og Ingvar Þór Kale var á bekknum. Báðir eru þeir með í Danmörku. Eins og áður mun Ólafur ekki tilkynna byrjunarliðið fyrr en á leikdag. „Þar til að liðið verður tilkynnt eiga allir möguleika,“ sagði Ólafur. Hann sagðist þó vera 99 prósent viss um hver myndi byrja í stöðu hægri bakvarðar en Grétar Rafn Steinsson er nú meiddur. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom inn á fyrir hann í leiknum gegn Noregi. Annars sagði Ólafur að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði gengið vel og að stemningin í liðinu hefði verið góð, þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Norðmönnum. „Við hristum Noregsleikinn af okkur strax á föstudagskvöldið. Við tókum eina æfingu á Íslandi á laugardagsmorgun og höfum svo æft tvisvar hér í Danmörku auk æfingarinnar hér í kvöld.“ „Stemningin í landsliðinu hefur alltaf verið góð. En með ungum strákum koma nýjir brandarar og ferskir andar með þeim,“ bætti Ólafur við. Hann segir að þrátt fyrir að landslið Dana hafi tekið nokkrum breytingum að undanförnu séu þeir afar sterkir og erfiðir heim að sækja. „Þrír leikmenn hættu nýlega með landsliðinu og [Nicklas] Bendtner er meiddur. En Danirnir eru fimm milljónir og við þrjú hundruð þúsund. Okkur vantar þar að auki einhverja leikmenn og ég held að þetta komi ekki til með að hafa áhrif á þá. Danir eru frábærir í fótbolta.“
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira