Umfjöllun: Takk, búið, bless KR Elvar Geir Magnússon skrifar 15. júlí 2010 20:54 Kjartan Henry og félagar áttu ekki möguleika í Evrópuleik sínum í kvöld. KR-ingar eiga einn leik eftir í Evrópukeppninni þetta árið. Þeir töpuðu 0-3 fyrir úkraínska liðinu Karpaty Lviv í fyrri viðureign liðanna og ljóst að markmið þeirra fyrir seinni leikinn ytra verður bara að reyna að komast frá verkefninu með sæmd. Karpaty er einfaldlega tveimur númerum of stórt fyrir Vesturbæjarliðið sem átti ekki möguleika í þessari rimmu. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu gestirnir út um leikinn í upphafi þess síðari. Fyrri hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir fjörlegheit. KR-ingar voru vel varnarsinnaðir og mættu Karpaty aftarlega í leikkerfinu 4-5-1. Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason voru á köntunum en fengu mun meira hlutverk í varnarleiknum en þeir eru vanir og leit Óskar á köflum út eins og bakvörður. Ljóst var strax í byrjun að það er mikið varið í þetta úkraínska lið, það var meira með boltann í fyrri hálfleik en KR-ingar gáfu sárafá færi á sér. Í nokkur skipti skapaðist þó einhver hætta við mark Vesturbæinga og markvörðurinn Lars Ivar Moldsked þurfti í eitt skipti að taka á honum stóra sínum. Það voru þó KR-ingar sem áttu bestu sókn fyrri hálfleiks. Þeir minntu á sig eftir rúmlega hálftíma leik. Björgólfur Takefusa fékk frábært færi, honum tókst ekki að koma fæti í boltann sem barst á endanum á Viktor Bjarka Arnarson en varnarmaður náði að bjarga marki með því að komst fyrir boltann. Staðan markalaus eftir fyrri hálfleik en sá seinni var aðeins 22 sekúndna gamall þegar Karpaty tók forystuna. Aleksandr Guruli átti þá skot fyrir utan teig sem hafnaði í netinu, skotið var ekki fast og verður að setja spurningamerki við Lars Ivar í markinu. Úkraínumennirnir létu kné fylgja kviði og bættu við marki fimm mínútum síðar. Andriy Tkachuk skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf. Á 57. mínútu gerðu þeir svo algjörlega út um leikinn með glæsilegu marki Brasilíumannsins William Batista Rocha. KR-ingar voru fyrirsjáanlegir í sóknarleik sínum og gerðu sig ekki mjög líklega í seinni hálfleiknum. Karpaty var líklegra til að bæta við en KR að minnka muninn ef eitthvað var en gat tekið lífinu með ró enda 3-0 forysta alveg nægilegt veganesti heim til Úkraínu. KR mætti einfaldlega ofjörlum sínum í þessum leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
KR-ingar eiga einn leik eftir í Evrópukeppninni þetta árið. Þeir töpuðu 0-3 fyrir úkraínska liðinu Karpaty Lviv í fyrri viðureign liðanna og ljóst að markmið þeirra fyrir seinni leikinn ytra verður bara að reyna að komast frá verkefninu með sæmd. Karpaty er einfaldlega tveimur númerum of stórt fyrir Vesturbæjarliðið sem átti ekki möguleika í þessari rimmu. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu gestirnir út um leikinn í upphafi þess síðari. Fyrri hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir fjörlegheit. KR-ingar voru vel varnarsinnaðir og mættu Karpaty aftarlega í leikkerfinu 4-5-1. Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason voru á köntunum en fengu mun meira hlutverk í varnarleiknum en þeir eru vanir og leit Óskar á köflum út eins og bakvörður. Ljóst var strax í byrjun að það er mikið varið í þetta úkraínska lið, það var meira með boltann í fyrri hálfleik en KR-ingar gáfu sárafá færi á sér. Í nokkur skipti skapaðist þó einhver hætta við mark Vesturbæinga og markvörðurinn Lars Ivar Moldsked þurfti í eitt skipti að taka á honum stóra sínum. Það voru þó KR-ingar sem áttu bestu sókn fyrri hálfleiks. Þeir minntu á sig eftir rúmlega hálftíma leik. Björgólfur Takefusa fékk frábært færi, honum tókst ekki að koma fæti í boltann sem barst á endanum á Viktor Bjarka Arnarson en varnarmaður náði að bjarga marki með því að komst fyrir boltann. Staðan markalaus eftir fyrri hálfleik en sá seinni var aðeins 22 sekúndna gamall þegar Karpaty tók forystuna. Aleksandr Guruli átti þá skot fyrir utan teig sem hafnaði í netinu, skotið var ekki fast og verður að setja spurningamerki við Lars Ivar í markinu. Úkraínumennirnir létu kné fylgja kviði og bættu við marki fimm mínútum síðar. Andriy Tkachuk skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf. Á 57. mínútu gerðu þeir svo algjörlega út um leikinn með glæsilegu marki Brasilíumannsins William Batista Rocha. KR-ingar voru fyrirsjáanlegir í sóknarleik sínum og gerðu sig ekki mjög líklega í seinni hálfleiknum. Karpaty var líklegra til að bæta við en KR að minnka muninn ef eitthvað var en gat tekið lífinu með ró enda 3-0 forysta alveg nægilegt veganesti heim til Úkraínu. KR mætti einfaldlega ofjörlum sínum í þessum leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira