Fótbolti

Rooney mun spila gegn Sviss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að fjaðrafokið í kringum einkalíf Wayne Rooney muni ekki standa í vegi fyrir því að Rooney spili gegn Sviss í undankeppni EM á morgun.

"Já, hann mun spila. Ég hef rætt við hann og fylgst með honum. Hann verður í fínu standi á morgun og vonandi leikur hann jafnvel og á Wembley síðasta föstudag," sagði Capello.

"Hann vill ólmur spila. Það skiptir miklu máli að hann vilji sjálfur spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×