Innlent

Eldsupptök á Hellissandi talin vera helluborð

Slökkviliðið að störfum. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Slökkviliðið að störfum. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Talið er að það hafi kviknað í út frá helluborði í húsi á Hellissandi í nótt. Þrjú systkini voru á heimilinu þegar eldurinn kom upp rétt fyrir klukka þrjú í nótt.

Þau vöknuðu við reykskynjarann og náðu að forða sér út úr logandi húsinu og hringja á slökkviliðið. Slökkviliðið kom stuttu síðar en mikinn reyk lagði frá húsinu þegar þeir komu á vettvang.

Slökkviliðsmönnum tókst fljótlega að ná tökum á eldinum og slökkva hann.

Um er að ræða einbýlishús en stór hluti hússins er ónýtur samkvæmt varðstjóra lögreglunnar í Snæfellsbæ.

Enginn vafi leikur á því að reykskynjarinn bjargaði lífi systkinanna sem öll voru sofandi þegar eldurinn kviknaði í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×