Jóhannes ekki lengur í Bónus 30. ágúst 2010 17:15 Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Bankastjóri Arion banka segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki fara lengur saman. Jóhannes getur ekki farið í samkeppnisrekstur við Haga næstu 18 mánuði. Gerður hefur verið 12 mánaða starfslokasamningur við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að ákvæði úr samkomulagi því sem Arion banki gerði við Jóhannes í febrúar síðastlinn um tilhögun á stjórnun og sölu Haga hafa verið felld úr gildi, þar með talinn forkaupsréttur hans á 10% hlutafjár í Högum. Jóhannes kaupir úr samstæðu Haga þrjár sérvöruverslanir og hlut Haga í matvöruverslunum í Færeyjum. Undir samstæðu Haga falla Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf, Zara, Debenhams, Topshop, Coast, Evans, Dorothy Perkins, Oasis, Karen Millen, All Saints, Day og Warehouse. Jafnframt eiga Hagar innkaupafyrirtækin Aðföng, Hýsingu, Banana og Ferskar kjötvörur. Arion banki eignaðist 95,7% hlut í Högum við yfirtöku á eignarhaldsfélaginu 1998 í október 2009. Hagar eru í söluferli hjá Arion banka og verður endanleg tilhögun þess og framkvæmd kynnt á næstunni.Kaupir bíl og íbúð á markaðsvirði Í samkomulaginu Jóhannesar og Arion banka felst að Jóhannes kaupir allan eignarhlut Haga i færeyska félaginu SMS sem er 50%. SMS rekur matvöruverslanir þar í landi en þær eru ótengdar verslunarrekstri félagsins á Íslandi og eina eign Haga utan Íslands. Þá kaupir Jóhannes sérvörubúðirnar Top Shop, Zara og All Saints, enda er það niðurstaða Arion banka að ekki sé æskilegt að selja þær með samstæðunni vegna tengsla milli eigenda viðkomandi umboða og fjölskyldu Jóhannesar. Kaupverð þessara eigna er 1.237,5 milljónir króna sem er nokkru hærra en bókfært verðmæti þeirra á efnahagsreikningi Haga og er sanngjarnt verð að mati sérfræðinga bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk þess að falla frá forkaupsrétti eru í samkomulaginu ströng skilyrði um að Jóhannes og aðilar honum nátengdir efni ekki til samkeppni við Haga næstu 18 mánuði eftir undirritun samningsins. Gerður hefur verið 12 mánaða starfslokasamningur við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Jafnframt kaupir Jóhannes eignir á markaðsvirði; bíl, íbúð og sumarhús sem hann hefur haft til umráða.Hagsmunir fara ekki saman Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að mati bankans séu þær breytingar sem felast í samkomulaginu nauðsynlegur undanfari sölunnar á Högum. „Þekking Jóhannesar á rekstri Haga hefur nýst vel til að koma félaginu yfir erfiða hjalla en nú taka aðrir við og ljúka söluferlinu. Það er mat bankans að hagsmunir Jóhannesar og bankans fari ekki lengur saman þar sem Jóhannes hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða í félagið í því söluferli sem nú fer af stað og því óhjákvæmilegt að gera breytingar sem setja alla fjárfesta við sama borð," segir Höskuldur. Tengdar fréttir Jóhannes: Ætla að eignast Bónus aftur Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur fullan hug á að gera tilboð í Haga og þar með eignast Bónus aftur. Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki lengur fara saman. 30. ágúst 2010 17:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Bankastjóri Arion banka segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki fara lengur saman. Jóhannes getur ekki farið í samkeppnisrekstur við Haga næstu 18 mánuði. Gerður hefur verið 12 mánaða starfslokasamningur við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að ákvæði úr samkomulagi því sem Arion banki gerði við Jóhannes í febrúar síðastlinn um tilhögun á stjórnun og sölu Haga hafa verið felld úr gildi, þar með talinn forkaupsréttur hans á 10% hlutafjár í Högum. Jóhannes kaupir úr samstæðu Haga þrjár sérvöruverslanir og hlut Haga í matvöruverslunum í Færeyjum. Undir samstæðu Haga falla Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf, Zara, Debenhams, Topshop, Coast, Evans, Dorothy Perkins, Oasis, Karen Millen, All Saints, Day og Warehouse. Jafnframt eiga Hagar innkaupafyrirtækin Aðföng, Hýsingu, Banana og Ferskar kjötvörur. Arion banki eignaðist 95,7% hlut í Högum við yfirtöku á eignarhaldsfélaginu 1998 í október 2009. Hagar eru í söluferli hjá Arion banka og verður endanleg tilhögun þess og framkvæmd kynnt á næstunni.Kaupir bíl og íbúð á markaðsvirði Í samkomulaginu Jóhannesar og Arion banka felst að Jóhannes kaupir allan eignarhlut Haga i færeyska félaginu SMS sem er 50%. SMS rekur matvöruverslanir þar í landi en þær eru ótengdar verslunarrekstri félagsins á Íslandi og eina eign Haga utan Íslands. Þá kaupir Jóhannes sérvörubúðirnar Top Shop, Zara og All Saints, enda er það niðurstaða Arion banka að ekki sé æskilegt að selja þær með samstæðunni vegna tengsla milli eigenda viðkomandi umboða og fjölskyldu Jóhannesar. Kaupverð þessara eigna er 1.237,5 milljónir króna sem er nokkru hærra en bókfært verðmæti þeirra á efnahagsreikningi Haga og er sanngjarnt verð að mati sérfræðinga bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk þess að falla frá forkaupsrétti eru í samkomulaginu ströng skilyrði um að Jóhannes og aðilar honum nátengdir efni ekki til samkeppni við Haga næstu 18 mánuði eftir undirritun samningsins. Gerður hefur verið 12 mánaða starfslokasamningur við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Jafnframt kaupir Jóhannes eignir á markaðsvirði; bíl, íbúð og sumarhús sem hann hefur haft til umráða.Hagsmunir fara ekki saman Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að mati bankans séu þær breytingar sem felast í samkomulaginu nauðsynlegur undanfari sölunnar á Högum. „Þekking Jóhannesar á rekstri Haga hefur nýst vel til að koma félaginu yfir erfiða hjalla en nú taka aðrir við og ljúka söluferlinu. Það er mat bankans að hagsmunir Jóhannesar og bankans fari ekki lengur saman þar sem Jóhannes hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða í félagið í því söluferli sem nú fer af stað og því óhjákvæmilegt að gera breytingar sem setja alla fjárfesta við sama borð," segir Höskuldur.
Tengdar fréttir Jóhannes: Ætla að eignast Bónus aftur Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur fullan hug á að gera tilboð í Haga og þar með eignast Bónus aftur. Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki lengur fara saman. 30. ágúst 2010 17:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Jóhannes: Ætla að eignast Bónus aftur Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur fullan hug á að gera tilboð í Haga og þar með eignast Bónus aftur. Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki lengur fara saman. 30. ágúst 2010 17:27