Íslenski boltinn

Ólafur: Gömlu hákarlarnir og draugarnir farnir að gera vart við sig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli

Ólafur Kristjánsson hélt sínum mönnum lengi inni í klefa eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Hann segir leikinn lélegasta leik Blika í sumar.

"Við lögðum þetta ekki þannig upp að toppsætið væri í húfi. Auðvitað er það stress sem orsakar þetta tap þó svo að menn viðurkenni það kannski ekki," sagði Ólafur sem var ósáttur með rauða spjaldið sem Elfar Freyr Helgason fékk.

"Það var "soft"," sagði Ólafur og átti við að það hefði verið strangur dómur.

"Það er athyglisvert að dómarinn dæmdi tvo leiki hjá okkur í Lengjubikarnum, þar braut Elfar fjórum sinnum af sér og hann fékk tvö rauð spjöld. Þetta er það þriðja í sumar frá Þóroddi. Þetta er tölfræði sem er erfitt að hitta á, leikstíll Elfars hlýtur að vera svona langt frá línu Þórodds," sagði þjálfarinn.

KR og FH unnu sína leiki á meðan ÍBV og Breiðablik töpuðu. Spennan við toppinn er því mikið.

"Ég vona að leiðin liggi bara upp á við. Gömlu hákarlarnir og draugarnir eru farnir að gera vart við sig og við þurfum að klára okkar markið," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×