Íslenski boltinn

Formaður KSÍ: Ást mín á íslenskri knattspyrnu stendur óhögguð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal annars á persónulegum nótum í ræðu sinni á ársþingi KSÍ í dag.

Geir hefur gengið í gegnum hræringar í einkalífinu og einnig fengið nokkra gagnrýni vegna kampavínsmálsins svokallaða. Svo kom upp mál á dögunum þar sem hann hafði átt að kvarta yfir lélegu fjögurra stjörnu hóteli í London þar sem hann var á vegum UEFA.

„Á persónulegum nótum vil ég segja ykkur að síðustu mánuðir hafa verið mér erfiðir en ég vil fullvissa ykkur um að ást mín á íslenskri knattspyrnu stendur óhögguð. Það er bara einu sinni svo að líf mitt hefur frá unga aldri að stórum hluta snúist um störf fyrir okkar hreyfingu - ég þekki ekki annað.

Ég hef alla tíð unnið af heilindum fyrir íslenska knattspyrnu og mun gera svo áfram. Ég hef enga þörf fyrir að vera í sviðsljósinu - þar á frægðarsól leikmanna og þjálfara að skína. Það er hins vegar klárt mál að ég skorast ekki undan að koma fram fyrir ykkar hönd til sóknar eða varnar fyrir okkar fögru íþrótt. Ég vil þakka ykkur góðan stuðning við mig - hann er mér mikils virði," sagði Geir meðal annars í ræðu sinni.

Ræðu Geirs í heild sinni má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×