Íslenski boltinn

Guðmundur: Markið sló okkur út af laginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.

Guðmundur Benediktsson segir að það hafi verið erfitt að fá á sig mark strax á fyrstu mínútu í leik ÍBV og Selfoss í kvöld.

Eyjamenn unnu leikinn, 3-0, en Guðmundur er þjálfari Selfyssinga sem er nú í tíunda sæti Pepsi-deildar karla. ÍBV trónir hins vegar á toppi deildarinnar.

„Það sem fór úrskeðis hjá okkur var að við fengum á okkur mark eftir 40 sekúndur. Það sló okkur heldur betur út af laginu. Þess fyrir utan vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Við vorum þá undir mikilli pressu."

„Við mættum þó aðeins grimmari til leiks í síðari hálfleik en þá sýndu Eyjamenn einfaldlega hversu hættulegir þeir eru um þessar mundir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×