Teikn eru á lofti um aukinn vanda barna 16. janúar 2010 07:00 Barna- og unglingageðdeild „Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
„Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira