Teikn eru á lofti um aukinn vanda barna 16. janúar 2010 07:00 Barna- og unglingageðdeild „Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
„Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira