Enski boltinn

Van Basten hefur áhyggjur af Rooney

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Hollenska goðsögnin, Marco Van Basten, hefur varað Manchester United við því að nota Wayne Rooney, framherja liðsins, en Rooney spilaði meiddur gegn FC Bayern í meistaradeildinni fyrr í vikunni.

„Þegar að ég sá að Rooney haltraði í leiknum gegn Bayern þá óskaði ég þess að honum yrði skipt útaf samstundis. Ég skil ekki enn af hverju, Sir Alex Ferguson, sem að ég tel vera mjög góðan þjálfara, skipti ekki Rooney útaf," sagði Van Basten við The Mirror.

„Ég hef verið á sama stað og Rooney og ég veit hvernig honum líður. Ef þú ert meiddur á ökkla og lendir í harðri tæklingu, þá lifir sársaukinn alltaf með þér.

„Þetta getur skaðað þig mikið og góður framherji þarf að vera meiðslalaus ef sá aðili ætlar að standa sig. Ég fylgdist með hverju skrefi sem að Rooney tók á vellinum. Eftir að hann meiddist svona snemma leiksins þá horfði ég á hann labba og hlaupa um á hælunum það sem eftir var. Það þýðir sársauki," sagði Van Basten áhyggjufullur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×