Íslenski boltinn

Ólafur íhugar afsögn: Betri leikmenn eða nýr þjálfari

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
„Menn hreinlega halda ekki haus og þetta er vandamál sem við höfum glímt við í allt sumar," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir ósigur sinna manna gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld, 4-2.

Fylkir komst tveimur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik en það reyndist ekki nóg.

„Það verður annað hvort að fá betri leikmenn eða nýjan þjálfara," segir Ólafur þegar hann er spurður hvernig eigi að rétta gengi Fylkis við enda er liðið nú komið í bullandi fallbaráttu.

„Við höfum reynt ýmislegt í sumar til að létta andann í hópnum þegar illa hefur gengið og verðum að halda því áfram. Það er hins vegar mjög erfitt að horfa upp á svona hluti leik eftir leik. Það er eitthvað sem vantar í hópinn, það er alveg ljóst, hvort sem það eru sterkari karakterar eða eitthvað annað."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×