Innlent

Smágos í gangi með nýju öskufalli

Sprengingar urðu enn í toppgíg Eyjafjallajökuls í nótt. Dökkur öskubólstur barst til himins og sást aska úr honum falla á jökulinn. Jarðvísindamenn segja að smágos sé í gangi eldfjallinu.

Yfirlýsingar um goslok í Eyjafjallajökli eru enn ótímabærar. Eftir nærri tveggja vikna hlé, þar sem aðeins sáust hvítir gufubólstrar stíga upp, jókst órói á ný síðastliðinn föstudag og enn meir á laugardag og sást svartur og dökkgrár mökkur af og til koma á ný upp úr gígnum samhliða því sem mælar sýndu óróapúlsa. Þetta gerðist einnig í nótt, öskusprengingar sendu dökkan mökk upp og fylgdi öskufall í næsta nágrenni gígsins.

Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir smágos í gangi. Þó eru engin merki um að ný kvika sé að berast djúpt að inn í eldfjallið heldur virðist þetta vera sprengingar í kviku efst í gosrásinni. Þetta er eitt og eitt púff, segir Sigurlaug. Ró hefur þó færst yfir eldstöðina síðustu klukkustundir og hafa engir skjálftar mælst í morgun.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.